13.12.2012 | 22:46
Hver og hver vill - og getur og þorir?
Hver ætlar nú að taka að sér undirskriftaherferð á Íslandi, í takt við þá sem verkalýðshreyfingin og aðrir standa nú fyrir innan ESB, um að vatn sé ekki verslunarvara heldur mannréttindi?
Þetta er sama innihald og 14 félagasamtök á Íslandi börðust fyrir undir herópinu Vatn fyrir alla! fyrir nokkrum árum. (Plaköt og annað er enn til staðar. Sjá: http://bsrb.is/erlent/vatn-fyrir-alla/) Nú á að fara að festa í stjórnarskrána að þær náttúruauðlindir sem EKKI eru í einkaeign skuli þjóðnýta - við þeim sem eru í einkaeign skal ekki hreyft. Drykkjarvatn Íslendinga, sem er nánast allt fengið úr grunnvatni er allt í einkaeigu landeigenda í dag! Ný vatnalög ríkisstjórnarinnar hreyfðu ekki við því og ekkert bólar á breytingum á lögum um auðlindir í jörðu frá 1998, sem færði landeigendum þessa (og aðrar) náttúruauðlindir undir yfirborði jarðar á silfurfati.
Nú er að bretta upp ermar!
Dögun? Samstaða? VG? Samfylking? Hægri grænir? Píratar? Einhver?
http://www.right2water.eu/
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.12.2012 kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er afstaða hins nýbakaða friðarverðlaunahafa Nóbels - Evrópusambandsins - ljós: Hamas skýtur meðvitað eldflaugum sínum á saklausa Ísraela - og Ísrael hefur réttinn til að verja sig! Eigum við ekki öll að drífa okkur í þennan réttsýna friðarklúbb?
The Council of the European Union has released a statement of its conclusions on Gaza of its 3199th Foreign Affairs Council meeting yesterday.
The Council adopted the following conclusions:
1. The European Union expresses grave concern about the situation in Gaza and Israel and deeply regrets the loss of civilian life on both sides. All attacks must end immediately as they cause unjustifiable suffering of innocent civilians. It therefore calls for an urgent deescalation and cessation of hostilities. It supports the efforts of Egypt and other actors to mediate for a rapid ceasefire and welcomes the mission of the United Nations Secretary General to the region.
2. The European Union strongly condemns the rocket attacks on Israel from the Gaza Strip which Hamas and other armed groups in Gaza must cease immediately. There can be no justification for the deliberate targeting of innocent civilians. Israel has the right to protect its population from these kinds of attacks; in doing so it must act proportionately and ensure the protection of civilians at all times. The EU stresses the need for all sides to fully respect international humanitarian law.
3. An immediate cessation of hostilities is in everyones interest, particularly at a time of instability in the region. The current situation underlines once more the urgent need to move towards a two-state solution allowing both sides to live side-by-side in peace and security.
The European Union will continue working with all those with influence in the region to
bring this about.
14.11.2012 | 21:50
Samstaða almennings gegn stefnu ESB
Í dag, 14. nóvember efndu 40 verkalýðsfélög í 23 löndum innan ESB til verkfalla og mótmæla gegn efnahagsstefnu ESB, sem felst í því að hlífa fjármálastofnunum og skera niður velferðarþjónustuna og réttindi almennings. Í Grikklandi hafa laun verið skert allt að 50% og það er nú löglegt að greiða ungu fólki laun sem eru undir fátækramörkum. Allt er þar einkavætt og selt, samkvæmt beinum og óbeinum boðum forysturíkja ESB. ESB er að lögbinda frjálshyggjuna í aðildarríkjunum og fjórfrelsi markaðarins er trúarsetning þess. Það er þess vegna með ólíkindum að einhverjum sem telur sig til vinstri í pólitík sé umhugað um að flækja landið inn í þann afturhaldssinnaða kóngulóarvef sem fulltrúar auðvaldsins hafa fengið stjórnmálaelítu ESB til að spinna á undangengnum áratugum.
By sowing austerity, we are reaping recession, rising poverty and social anxiety, argues Bernadette Ségol, ETUC General Secretary. In some countries, peoples exasperation is reaching a peak. We need urgent solutions to get the economy back on track, not stifle it with austerity. Europes leaders are wrong not to listen to the anger of the people who are taking to the streets. The Troika can no longer behave so arrogantly and brutally towards the countries which are in difficulty. They must urgently address the issues of jobs and social fiscal justice and they must stop their attacks on wages, social protection and public services. The ETUC is calling for a social compact for Europe with a proper social dialogue, an economic policy that fosters quality jobs, and economic solidarity among the countries of Europe. We urgently need to change course.
Almenningur tók völdin á götunum í Madríd í gær!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.11.2012 kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.11.2012 | 10:30
á lífi...
Góðan og blessaðan daginn á ný! Kominn í tölvusamband og þar með í samband við umheiminn. Það tók sinn tíma! :-) Spurning hvort einhvert framhald verður á skrifum hér, næg eru svo sem tilefnin!
En höfundur lifir sem sagt enn, hvað svo sem síðar mun verða...
16.3.2012 | 23:22
Thrumur, eldingar og daud lina!
7.3.2012 | 08:30
ESB fjarlægir myndbandið - þótti of rasískt.
5.3.2012 | 21:09
ESB sigrar hin illu öfl með aðlögun! Óborganlegur áróður frá ESB!
29.2.2012 | 13:52
Stefna ESB mun leiða hörmungar yfir Evrópu. Evrópsk verkalýðshreyfing hvetur til aðgerða.
28.2.2012 | 13:44
Nýtt Magma í pípunum eða samhengi hlutanna
24.2.2012 | 11:09