Samstaða almennings gegn stefnu ESB

Í dag, 14. nóvember efndu 40 verkalýðsfélög í 23 löndum innan ESB til verkfalla og mótmæla gegn efnahagsstefnu ESB, sem felst í því að hlífa fjármálastofnunum og skera niður velferðarþjónustuna og réttindi almennings. Í Grikklandi hafa laun verið skert allt að 50% og það er nú löglegt að greiða ungu fólki laun sem eru undir fátækramörkum. Allt er þar einkavætt og selt, samkvæmt beinum og óbeinum boðum forysturíkja ESB. ESB er að lögbinda frjálshyggjuna í aðildarríkjunum og fjórfrelsi markaðarins er trúarsetning þess. Það er þess vegna með ólíkindum að einhverjum sem telur sig til vinstri í pólitík sé umhugað um að flækja landið inn í þann afturhaldssinnaða kóngulóarvef sem fulltrúar auðvaldsins hafa fengið stjórnmálaelítu ESB til að spinna á undangengnum áratugum.  

By sowing austerity, we are reaping recession, rising poverty and social anxiety”, argues Bernadette Ségol, ETUC General Secretary. “In some countries, people’s exasperation is reaching a peak. We need urgent solutions to get the economy back on track, not stifle it with austerity. Europe’s leaders are wrong not to listen to the anger of the people who are taking to the streets. The Troika can no longer behave so arrogantly and brutally towards the countries which are in difficulty. They must urgently address the issues of jobs and social fiscal justice and they must stop their attacks on wages, social protection and public services. The ETUC is calling for a social compact for Europe with a proper social dialogue, an economic policy that fosters quality jobs, and economic solidarity among the countries of Europe. We urgently need to change course”.

Espectacular foto de Madrid! #14N

Almenningur tók völdin á götunum í Madríd í gær!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll H. Takk kærlega fyrir að vekja athygli á þessari staðreynd, sem ekki hefur fengið raunverulega og ítarlega umfjöllun í fjölmiðlum á Íslandi. AGS-ESB-herteknu fjölmiðlarnir á Íslandi fá ekki leyfi til að birta sannar og ítarlegar fréttir frá Evrópu.

Það er greinilega mikil og hættuleg þöggun í gangi, um raunveruleika-þróun Evrópu og víðar í heiminum, í upplýsingamiðlunum á Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.11.2012 kl. 22:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með Önnu Sigríði og þakkir til þín Páll.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2012 kl. 22:44

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nú þegar almenningur í suður Evrópu hefur ekki lengur efni á að kaupa sér brauð, hlýtur hann að borða bara kökur í staðinn!!

Gunnar Heiðarsson, 15.11.2012 kl. 08:52

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góðar fréttir þ.e. í þeim skilningi að það er á engan hátt forsvaranlegt að stjórnvöld séu að ota okkur óviljug inn í þessa samsteypu. Það er sjálfsagt ekkert grín fyrr þetta fólk að sjá ekkert nema svartnætti og enga framtíð vegna græðgislandvæðingu Brussels sinna.

Engin framtíð og þau vita það öll.  

Valdimar Samúelsson, 15.11.2012 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband