Um særða hégómagirnd embættismanna og áróður ESB

 "Engin ríkisstjórn getur komst af án áróðurs, jafnvel þó það orðaval sé óvinsælt þessa dagana; frasar eins og “bætt samskipti” eru taldir ákjósanlegri. Evrópusambandið er engin eftirbátur annarra í þessu sambandi. Það eru mörg ár liðin síðan að það fjárfesti heiftarlega í kynningarmyndum og heimasíðum á netinu. Það niðurgreiðir sjónvarpsstöðina Euronews árlega um 5 milljónir evra og hina nánast óþekktu útvarpsstöð Euranet um 6 milljónir evra. Evrópuþingið hefur einnig sína eigin sjónvarpsstöð, Europarltv, sem það telur ekki eftir sér að greiða 10 milljónir evra í á hverju ári, þrátt fyrir ákaflega fáa áhorfendur. Mikið af því sem heyrist og ber fyrir augu minnir mest á fréttatilkynningar. Sjálfsgagnrýni er ekki sterkasta hlið verndara okkar.

Framkvæmdastjórnin felur af gömlum vana hver eru árleg framlög einstakra þjóðríkja, í Fjárlagaskýrslu sinni. Ástæðan er að “Evrópu-andstæðingar gætu nýtt sér upplýsingarnar með ótilhlýðilegum hætti.” Allir þeir sem vilja vita of mikið, eru flokkaðir með óvininum. The Fédération de la Fonction Publique Européenne, sem vernar hagsmunir embættismanna innan Framkvæmdastjórnarinnar, og skreytir sig með skammstöfuninni FFPE, finnst hins vegar að leyndarhyggjan hafi ekki gengið nógu langt. Félagið krafðist þess nýlega í opnu bréfi til Framkvæmdastjórnarinnar að hún “...setti upp sérstaka deild, sem hefði öll tiltæk tæki til umráða... til að bregðast við hinum viðurstyggilegu árásum sem vilja kenna starfsfólki ESB um allt sem miður fer.” Ábyrgir fyrir slíkum rógsherferðum eiga að vera “fjölmiðlar sem eru undir stjórn and-evrópskra þrýstihópa.”

Allt þetta málafuður um almannatengsl (PR, Public relations) á ekki eingöngu rætur að rekja til særðrar hégómagirndar embættismannana, heldur er nokkurs konar sárabót fyrir hversu hörmulega illa hefur tekist til með hið evrópska sameiningar-verkefni. Það er sár, en óhrekjanleg staðreynd, að opinber evrópskur umræðugrundvöllur sem stendur undir nafni, er ekki til. Hvað fjölmiðlana varðar, þá einbeita þeir sér mest um málefnin heima fyrir. Og það er líka ástæðan fyrir að upplýsingum sem berast okkur frá Brussel verður að taka með fyrirvara; þeim mun vafasamari málflutningurinn er, þeim mun betur er hann vafinn inn í frasa almannatengslafræðinganna.

Það er undir þessum óþægilegu kringumstæðum að það verður sífellt ágengari freisting fyrir ESB að móta almenningsálitið eftir eigin þörfum; Kosningar, að maður tali nú ekki um þjóðaatkvæðagreiðslur, eru leiðigjarnar öllum valdhöfum; en skoðanakannanir geta verið gagnlegar, að minnsta kosti svo lengi sem niðurstöðurnar eru kaupendum skoðanakannana að skapi.

“Lausnin er meiri Evrópa” hljómar álitið frá skrifstofu þess varaforseta sem hefur sérstakan áhuga á samskiptum. Hér var hún að vísa til niðurstöðu skoðanakönnunar, Eurobarometer” sem skrifstofa hennar hefur forgöngu um tvisvar á ári. Niðurstöðurnar voru mjög hagstæðar Framkvæmdastjórninni. “Nítíu og tvö prósent eru sammála staðhæfingunni um að það verði að bæta vinnumarkaðinn og að stuðningi við hina fátæku og félagslega útskúfuðu verði að setja í forgang. Nítíu og tvo prósent vilja hagkerfin noti færri hráefni og framleiði minna af gróðurhúsategundum.” Frábærar niðurstöður sem eflaust væri hægt að gera enn betri ef fólk væri spurt um hvort það vildi frekar stríð eða frið, veikindi eða góða heilsu eða hvort það styddi lækkun launa eða rausnarlegar launahækkanir.

Staðan lítur ekki alveg jafnvel út, ef trúa má niðurstöðum annarra skoðanakannana. Samkvæmt þeim telja aðeins 49% Evrópubúa að aðild lands þeirra að ESB sé af hinu góða og aðeins 42% treysta stofnunum ESB.”

Ofangreindur kafli er lauslega þýddur af phh og er tekinn úr bók Hans Magnusar Enzensberger, Brussel, the Gentle Monster or the Disenfranchisement of Europe, bls. 5-7.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband