Við nennum ekki að hlusta á ykkur! Frakklandsforseti sýnir forsætisráðherra Dana hroka og dónaskap

"Þið standið fyrir utan. Þið eruð lítið land og þú ert ný. Við nennum ekki að hlusta á ykkur"! Þessum miður kurteisu og hrokafullum orðum skellti Sarkozy Frakklandsforseti framan í Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra Dana, á nýafstöðnum leiðtogafundi ESB þann 9. desember sl. að því sem The Financial Times hermir. Mun Helle hafa tjáð sig  jákvætt um að finna málamiðlunartillögu milli tillagna James Cameron annars vegar og Sarkozy og Merkels hins vegar og uppskorið þessi viðbrögð hjá Frakklandsforseta.

Sören Söndergaard, danskur Evrópuþingmaður segir í þessu tilefni á Facebook-síðu sinni að "Sarkozy sé uppblásinn bjáni, en hegðun hans sýni, hvernig bakhliðin á ESB líti út.

”I er et lille land, og du er ny. Vi gider ikke høre på dig”. Sådan sagde den franske præsident, Nicolas Sarkozy, ifølge Financial Times til Danmarks statsminister, Helle Thorning-Schmidt, under sidste EU-topmøde. Sarkozy er en opblæst nar, men hans opførsel siger en del om, hvordan EU ser ud bag facaden!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hef trú á að Sören Söndergaard hafi rétt fyrir sér.  Sarkosy er fjaðralaust snobbhænsn í Evrópustöðluðum hænsnakofa að rembast við að verpa handa komma kerlingunni í varðhúsi Evrópusambandisins.  

Hrólfur Þ Hraundal, 21.12.2011 kl. 21:08

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þú ert leppur Heimssýnar (það er ekkert annað orð yfir þetta). Þar að leiðandi ertu ómarktækur til þess að fjalla um Evrópusambandið og málefni þess. Enda er sannleiksgildi þess sem kemur frá Heimssýn og tengdum aðilum nákvæmlega ekkert, og þannig hefur það alltaf verið.

Jón Frímann Jónsson, 23.12.2011 kl. 20:07

3 Smámynd: ESB og almannahagur

Fyrirgefðu svona á jólunum, Jón Frímann Jónsson, en hvers konar jólasveinn ert þú eiginlega? Ryðstu inn á heimasíður hjá fólki til þess eins að vera með barnalegt skítkast? Ég vil gjarna biðja þig um að halda þig frá því að skrifa athugasemdir inn á þessa síðu á meðan að þú hefur ekki neitt frambærilegra fram að færa.

ESB og almannahagur, 25.12.2011 kl. 20:21

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jólin eru bara hátið þar sem hækkandi sól er fagnað af norrænum mönnum. Þetta er hátið sem kristni tók bara yfir. Ég er ekki kristinn, og hef því engin vandamál með því að rífa mig þveran ef til þess kemur. Þessi fullkomnlega eðliega gangrýni mín er ekki skítkast fyrir fimmaura. Enda er hérna verið að benda á augljóslega tengsl þín við ein helstu samtök lygara og hagsmunapotara á Íslandi. Heimssýn er ekki neitt annað, og hefur aldrei verið neitt annað. Enda stofnað af afturhaldi og forneskju frá fjórða áratug síðustu aldar á Íslandi, sem því miður villtist inn í 20 öldina og 21 öldina á Íslandi. Að benda á hið augljósa ósannleiksgildi þess sem frá þér kemur er ennfremur ekki neitt skítkast og ég stend við það sem ég segi, og er fullkomnlega fær um að sanna þessa fullyrðingu mínu ef út í það fer. Yrði ekki í fyrsta skipti sem ég gerði slíkt. Enda hafa þeir andstæðingar ESB sem lentu í því yfirliti hjá mér ekki ennþá séð dagsins ljós eftir það.

Ég les líka danskar fréttir. Þetta er ekki það sem hefur komið fram á DR, sem ég tek mun meira mark á en þessum fréttamiðlum sem þú vísar í (dönsku slúðurmiðlunum, sem eins og aðrir slúðurmiðlar eiga erfitt með staðreyndir).

Staðreyndin er sú að þetta er það sem mátti búast við frá Heimssýn. Kallandi til og búandi til vefsíður af sjálf-titluðum sérfræðingum um Evrópumál og Evrópusambandið. Hinsvegar er það nú bara þannig að þekkingarstigið hérna er nákvæmlega ekki neitt og rangfærslur í bloggfærslum um Evrópusambandið. Svona í bland við hreinræktaðan áróður gegn Evrópusambandinu sem er rekin hérna af höfndi þessar vefsíðu. Ég hlæ að þeirri fullyrðingu að hérna sé eitthvert ritstjórnarlegt sjálfstæði. Það er augljóslega ekkert á meðan eingöngu er vísað í greinar og skrifaðar greinar sem draga upp þá mynd að Evrópusambandið sé slæmt, vont og þar fram eftir götunum.

Menn eins og þú Páll eru ennfremur ekki til þess fallnir að neita mér að tjá mig hérna. Ég tjái mig þar sem ég vil, og þeir sem neita mér um þann rétt með því að banna mig hérna fá viðeigandi auglýsingu á mínu bloggi (jonfr.com) á samt mynd og tengli. Þessari kröfu þinni er því hafnað og hent í ruslið.

Jón Frímann Jónsson, 25.12.2011 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband