Beðið eftir svörum frá ráðherrum og formönnum

Í síðasta bloggi mínu setti ég fram nokkrar mikilvægar spurningar sem varða aðildarviðræðurnar við ESB út frá lýðræðislegu sjónarhorni. Ég nefndi enn fremur að þessum spurningum yrði varpað til forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Því sendi ég þann 8. desember eftirfarandi fyrirspurn til þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG og fjármálaráðherra, Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Jafnframt var aðstoðarmönnum ráðherranna sendur sami póstur. Því miður hafa engin svör borist enn, en í ljósi mikilvægis spurninganna, er líklegt að þau taki sér góðan tíma til svara. Við bíðum því vongóð og verða svörin birt hér um leið og þau berast.

220px-Johanna_sigurdardottir_official_portraitsteingrimurössur skarpaþs

"Ég skrifa nú til þín sem xxxog varpa til þín 7 númeruðum spurningum.

Í bloggi mínu, “Í uphafi skal endir skoða” varpa ég fram nokkrum spurningum um skipulag viðræðnanna frá Íslands hálfu, út frá lýðræðislegu sjónarhorni. Ég tel þessar spurningar mikilvægar vegna framhalds samningaviðræðnanna og vildi gjarna biðja þig um að svara þeim eftir bestu getu, í nafni þess hlutverks sem þú gegnir í íslenskum stjórnmálum.
Svörin mun ég síðan birta á heimasíðunni.

Í umræddu bloggi, þar sem spurningarnar koma fram, segir m.a.:

“Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar stendur: “Innan flestra stjórnmálasamtaka eru skiptar skoðanir um aðild Íslands að ESB. Engu síður er það almenn skoðun að aðild Íslands að ESB verði aldrei leidd til lykta nema í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvenær slík atkvæðagreiðsla getur farið fram og á hvaða stigi er hins vegar umdeilt. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna er kveðið á um að lögð skuli fram tillaga til þingsályktunar um aðildarviðræður við ESB en að niðurstöður þeirra skuli lagðar fyrir þjóðina.”

Með öðrum orðum: 1. Farið skal í aðildarviðræður. 2. Niðurstöður lagðar fyrir þjóðina og þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. En hvenær slík atkvæðagreiðsla getur farið fram og á hvaða stigi er hins vegar umdeilt. Þá vaknar óumflýjanlega spurningin:

Hvenær má hætta?

1. Má hætta viðræðum ef að það er ljóst að ESB gerir kröfur á ákveðnum sviðum sem Ísland telur óásættanlegar?
2. Á að skrifa upp á slíkar kröfur og setja svo slíkan “óásættanlegan samning” í þjóðaratkvæði?
3. Á að halda áfram samningaviðræðum þó ekki sé útlit fyrir að ESB gefi eftir? Hversu lengi?
4. Á að setja spurninguna um hvort slíta eigi viðræðum, vegna þess að ekki náist ásættanleg niðurstaða fyrir Ísland um tiltekið atriði, í þjóðaratkvæðagreiðslu?
5. – eða á að efna til þjóðaatkvæðagreiðslu um það einstaka ágreiningsmál? Og halda svo viðræðunum áfram eða hætta, eftir því hvernig þjóðin kýs? “

Og í framhaldi af þessu má spyrja:
6. Hvað gerist ef að annar ríkisstjórnarflokkurinn er ósáttur við að gangast inn á vissar kröfur ESB? Hefur hann rétt til að stöðva viðræðurnar?
7. Er siðferðilega verjandi að hefta lýðræðislegan rétt þess flokks til að gera ágreining um samningaviðræðurnar og kalla eftir stöðvun þeirra, með því að hóta stjórnarslitum?

Með von um skjót og skýr svör,
Páll H. Hannesson"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband