Hver og hver vill - og getur og þorir?

Hver ætlar nú að taka að sér undirskriftaherferð á Íslandi, í takt við þá sem verkalýðshreyfingin og aðrir standa nú fyrir innan ESB, um að vatn sé ekki verslunarvara heldur mannréttindi?

Þetta er sama innihald og 14 félagasamtök á Íslandi börðust fyrir undir herópinu Vatn fyrir alla! fyrir nokkrum árum. (Plaköt og annað er enn til staðar. Sjá: http://bsrb.is/erlent/vatn-fyrir-alla/) Nú á að fara að festa í stjórnarskrána að þær náttúruauðlindir sem EKKI eru í einkaeign skuli þjóðnýta - við þeim sem eru í einkaeign skal ekki hreyft. Drykkjarvatn Íslendinga, sem er nánast allt fengið úr grunnvatni er allt í einkaeigu landeigenda í dag! Ný vatnalög ríkisstjórnarinnar hreyfðu ekki við því og ekkert bólar á breytingum á lögum um auðlindir í jörðu frá 1998, sem færði landeigendum þessa (og aðrar) náttúruauðlindir undir yfirborði jarðar á silfurfati.

Nú er að bretta upp ermar!
Dögun? Samstaða? VG? Samfylking? Hægri grænir? Píratar? Einhver?
http://www.right2water.eu/


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband