Frelsi fyrirtækjanna og frelsi fólksins

 Evrópusambandið hefur löngum verið upptekið af orðunum “samkeppnishæfni” og “samkeppni”. Samkeppni gengur eins og rauður þráður í gegnum löggjöf ESB. Samkeppni; ekki samvinna eða jöfnuður. ESB ætlaði sér með Lissabon-áætluninni árið 2000, að verða orðið samkeppnishæfasta hagkerfi heims árið 2010. Ekki verður sagt að það markmið hafi náðst, en það er þó ekki vegna þess að ESB hafi ekki reynt. En í stað að byggja samkeppnishæfni sína á þekkingu, eins og var þó yfirlýst markmið, hefur mun meira borið á ítrekaðuðum tilraunum ESB til að auka samkeppnishæfi ESB með inngripum á vinnumarkaðinum. Þau inngrip hafa haft að markmiði að “auka hreyfanleika” vinnuaflsins og draga um leið úr “kostnaði” atvinnurekanda af þessu sama vinnuafli. Og það hefur verið gert á kostnað þeirra réttinda sem launafólk í gegnum verkalýðsfélög hafa náð að skapa sér með áratugalangri baráttu.

Fjórðungur íbúa ESB við fátækramörk

Barátta ESB fyrir aukinni samkeppnishæfni sambandsins hefur því fremur falist í því að gera ESB að samkeppnishæfara um ódýrt og hreyfanlegt vinnuafl í samkeppni við lönd eins og Kína og Indland, en að öll áhersla hafi legið á þekkingarsköpun og dýrari störf. Í þeim mæli sem þróunin hefur gengið í báðar áttir, hefur gjáin milli hinna betur stæðu og hinna sem minna hafa milli handanna, aukist. Árið 2005 töldust 78 milljónir íbúa ESB vera við eða undir fátæktarmörk eða um 16%. Og samkvæmt Eurostat býr nú rétt tæpur fjórðungur af öllum íbúum ESB, um 120 milljónir manna, við hættu á að falla undir fátækramörk eða lenda í félagslegri útskúfun! (Sjá “People at risk of poverty or social exclusion by age and gender. “ http://appsso.eurostat.ec.europa.eu/nui/show.do?dataset=ilc_peps01&lang=en)

Samkvæmt Evrópusambandi verkalýðsfélaga, ETUC, voru að minnsta kosti 15% vinnuafls í íhlaupavinnu (fixed term work) árið 2009. Af þeim sem hafa vinnu, fá 8% svo lág laun að þau falla undir fátækramörk. ESB hefur markvisst unnið því að “normalisera” það sem hefur verið kölluð óviss vinna eða “precarious work” og margir hafa gagnrýnt að hugmyndir ESB um “flexicurity” hafi ýtt undir óöryggi launafólks á vinnumarkaði. Atvinnuleysi í ESB er nú að meðaltali um 10%. Þetta er sú hlið á ESB sem yfirleitt fær litla umfjöllun, a.m.k. hjá þeim sem sjá sambandið í rósrauðum bjarma og vilja ólmir fá landsmenn til að gerast meðlimir í sælufélaginu.

Dómar sem brjóta múrana

Við munum því á næstunni líta til þess með hvaða hætti ESB hefur seilst inn á vinnumarkaði aðildarríkjanna, sem er reyndar svið sem á að vera á hendi hvers aðildarríkis fyrir sig og utan áhrifasviðs ESB. Við munum því skoða nánar nokkrar tilskipanir sem hafa haft mikil áhrif á þessu sviði og ekki síst vegna þeirra túlkunar sem Evrópudómsstólinn hefur gefið með dómum sínum. Nýjasta dæmið er löggjöf ESB um “efnahagslega stjórnun”, svokallaður “six-pack”, en einnig er um að ræða tilskipanir eins og þjónustutilskipunina sem hafði þann yfirlýsta tilgang að ryðja öllum hindrunum úr vegi fyrirtækja, meðal slíkra hindrana töldust ítök verkalýðsfélaga og ýmis lög og reglur sem talin voru standa í vegi fyrir óheftu frelsi fyrirtækjanna. En við munum einnig líta á sem og tilskipanir eins og 2008/104/EC um starfsmannaleigur og tilskipun 96/71/EC um útsenda starfsmenn. Evrópudómstólinn hefur fellt nokkra fræga og umdeilda dóma eins og Laval-dóminn, Viking-dóminn, Luxemborgar-dóminn og Rüffert-dóminn, sem allir hafa seilst með einum eða öðrum hætti inn á hefðir og/eða löggjöf á vinnumarkaði.

En það eru færri sem vita að við Íslendingar höfum okkar eigin dóm á þessu sviði, sem EFTA-dómstólinn kvað upp 28. júní 2011. Sá dómur greip með beinum hætti fram fyrir hendurnar á Alþingi. Og í næsta bloggi mun ég skoða þann dóm nokkuð ítarlega, þar sem hann sýnir nokkuð vel hvaða áherslur þessir tvíburadómstólar, Evrópudómstólinn og EFTA-dómstólinn leggja þegar kemur að því að vega og meta réttindi verkafólks annars vegar og réttindi fyrirtækja eins og þau eru tryggð með fjórfrelsinu, í þessu tilfelli frelsinu til að veita þjónustu.

-phh

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábært að fá þig hingað á Moggabloggið, Páll. Þeir hjá Evrópu[sambands-innlimunar]samtökunum gerðu áhlaup að þér um daginn, hafa eflaust haft veður af því, hve öflugur þú ert og óttazt manninn og þær upplýsingar sem hann býr yfir. Þá er aðferð sumra (eins og þar sást) að reyna jafnvel fyrir fram að gera manninn tortyggilegan –hann hafi t.d. ekki verið að vinna fyrir verkalýð á meginlandinu, heldur opinbera starfsmenn! Ég vissi betur: að þú vinnur fyrir vinnandi fólk almennt í því sem þú ert að gera; annað eins sá ég nú af fyrirlestri þínum á aðalfundi Heimssýnar í haust eða vetur, sem og af skrifum þínum hér, og vertu velkominn!

Ég vek athygli lesenda á því dúndri sem er að finna í feitletraða textanum efst í grein Páls hér ofar.

Já, það er svo, að samkeppni, ekki samvinna eða jöfnuður, sem "gengur eins og rauður þráður í gegnum löggjöf ESB." Og afhjúpanir Páls á málunum sýna þetta og fylgja þeirri upplýsingu eftir:

"ESB ætlaði sér með Lissabon-áætluninni árið 2000 að vera orðið samkeppnishæfasta hagkerfi heims árið 2010. Ekki verður sagt að það markmið hafi náðst, en það er þó ekki vegna þess að ESB hafi ekki reynt. En í stað að byggja samkeppnishæfni sína á þekkingu, eins og var þó yfirlýst markmið, hefur mun meira borið á ítrekuðum tilraunum ESB til að auka samkeppnishæfi ESB með inngripum á vinnumarkaðinum. Þau inngrip hafa haft að markmiði að “auka hreyfanleika” vinnuaflsins og draga um leið úr “kostnaði” atvinnurekanda af þessu sama vinnuafli. Og það hefur verið gert á kostnað þeirra réttinda sem launafólk í gegnum verkalýðsfélög hafa náð að skapa sér með áratugalangri baráttu ..."

Og lesið áfram, lesendur, til þess eru augun og vitsmunir ykkar!

Jón Valur Jensson, 5.1.2012 kl. 20:48

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér átti að standa:

Já, það er svo, að það er samkeppni, ekki samvinna eða jöfnuður, sem "gengur eins og rauður þráður í gegnum löggjöf ESB."

Jón Valur Jensson, 5.1.2012 kl. 20:49

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er óhugnanlegt hvernig konur og börn verða verst fyrir barðinu á ESB-miðstýringunni. Samtímis prédika íslensk stjórnvöld kvenna um jafnrétti innan ESB? Hjá: neitileu má sjá samantekt ýmissa kvenna, um afdrif kvenna í ESB, og um hvernig markvisst er grafið undan þeim sem minna mega sín, yfir langan tíma.

Það er sorglegt að horfa uppá íslensk stjórnvöld, með konur í valdaembættum að stórum hluta til, vinna markvisst að því að minnka réttindi kvenna og barna á Íslandi, með því að mæla með ESB-aðild.

Mig langaði að þýða þessar staðreyndir frá rannsókn kvenna í Noregi á þróun EES-ESB, en er ekki svo fær á tölvu að hafa komið því í verk ennþá.

Það er merkilegt að jafn lítið áhugasöm kona og ég er um kvenréttindi sérstaklega, skuli hafa rekist á þessa staðreynd um ESB-mannréttindabrot á konum og þar með börnum þeirra, á norskri síðu um raunveruleikann í "jafnréttismálum" EES-ESB.

Bendi fólki á síðuna: neitileu. Þar má finna staðreyndir um ESB og afleiðingar EES.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.1.2012 kl. 01:01

4 Smámynd: ESB og almannahagur

Sæl Anna og takk fyrir ábendinguna! Nei til EU er samtök hliðstæð Heimssýn, þau berjast eins og nafnið bendir til, gegn því að Noregur gangi í ESB. Um 80% Norðmanna er þeim sammála. Tengil inn á síðu þeirra er að finna hér til hliðar.

bkv Páll

ESB og almannahagur, 6.1.2012 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband