ESB fjarlægir myndbandið - þótti of rasískt.

ESB hefur fjarlægt myndbandið sem fjallað var um í síðustu færslu. Gagnrýni rigndi inn og þótti myndbandið bæði kjánalegt og fullt kynþáttafordóma. Myndbandið, sem framleitt var af innlimunardeild ESB, þeirri sem við Íslendingar eigum nú sem mest samskipti við nú um stundir, sýndi ESB í líki fagurrar hvítrar konu. Að henni sótti utanaðkomandi hætta í líki bardagamanna af öðrum kynþáttum, svartra, arabískra og gulra. En álfdrottningin breytti út faðminn og allir settust sáttir niður í lótusstellingu og umbreyttust svo í stjörnuhring ESB!

ESB afsakar sig með að myndbandið hafi verið framleitt fyrir ákveðinn markhóp, þ.e. ungmenna á aldrinum 16 til 24 ára. Þann hóp taldi ESB vera móttækilegan fyrir skilaboðum myndbandsins, sem var að ESB tekur vel á móti öllum sem gangast að þeim skilyrðum sem ESB setur.

Myndbandið er sennilega gott dæmi um að "svo skal böl bæta með að benda á annað verra". Nú þegar allt er í kalda koli innan ESb er tilvalið að beina athyglinni að hinni "utanaðkomandi hættu". Þetta er klassískt bragð - að búa til Óvininn sem kemur að utan og dreifa þar með athyglinni frá vandamálunum heima fyrir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sýnir þetta ekki að ESB hlustar á gagnrýni?

Tók myndbandið af dagskrá.  Tilraunahópurinn tók því vel en ekki markaðurinn sjálfur.  Algerlega mishepnuð markaðssetning.

Það sem hægt er að læra af þessu er að nafni minn á að skipta um auglýsingastofu.

Stefán (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 08:51

2 identicon

Klassískt bragð ESB sinna til hægri og vinstri. Á meðan blöðruselirnir á þinginu blaðra um ESB alla daga þá eru óvinirnir á skrifstofum úti í bæ.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 10:02

3 Smámynd: ESB og almannahagur

Eflaust er ESB mjög viðkvæmt fyrir gagnrýni um að það sé rasískt - um það efast ég ekki. Hvort hægt er að draga þá ályktun að ESB hlusti þar með alla jafna á gagnrýni, leyfi ég mér hins vegar að vera mjög skeptískur á. Verkalýðshreyfingin hefur t.d. í áravís reynt að þoka mikilvægum málum áfram með margvíslegum rökum - málum sem betur hefðu verið komin í gegn núna í kreppunni, en ESB/framkvæmdastjórnin á mjög auðvelt með að skella skollaeyrum við því sem það hefur ekki áhuga á að hlusta á.

Það sem hins vegar áhugavert við að myndbandið hafi komið frá stækkunardeildinni. Það er því ekki myndband sem að sýnir að ESB vill leysa vandamálin með samræðum í ró og spekt, eins og Egill Helgason vildi túlka það - og ef svo hefði verið þá hefði það kannski ekki verið alslæmt (en jafn hallærislegt fyrir því). Ég held að þetta sé birtingarmynd á þeirri sjálfsmynd sem ESB hefur gagnvart umheiminum og Hans Magnus Enzensberger hefur bent á; við (ESB) erum hinn siðmenntaði heimur og þar fyrir utan búa barbararnir. Ekki ólíkt hugmyndum sem Rómaríki hið forna eða breska heimsveldið hafði um sjálft sig á sinni tíð. Og því stendur myndbandið berskjaldað fyrir gagnrýni um rasisma, eins og raunin varð á.

 Og svo má aftur benda á hvort þetta er ekki tilraun til að dreifa athyglinni frá vandamálunum heima fyrir og búa til ógnina sem steðjar að utan frá. Það er klassískt trikks þegar heimilisbölið ríður öllu á slig. Magga Thacher skellti sér t.d. í Falklandseyjastríðið til að draga athyglina frá námumannaverkfallinu og þeirri óglu sem var að klúfa samfélagið. En ESB vill koma þeirri mýtu af stað meðal unga fólksins að það sé fært um að leysa vandamálin með samræðum. Er ekki viss um að Grikkir séu því sammála. 

ESB og almannahagur, 7.3.2012 kl. 10:07

4 Smámynd: ESB og almannahagur

Hér er umfjöllun Spiegel um málið: http://www.spiegel.de/politik/ausland/0,1518,819752,00.html

ESB og almannahagur, 7.3.2012 kl. 10:28

5 identicon

Sæll Páll.

Þetta myndband sem sjálfssagt hefur kostað áróðursmála apparat ESB mörg hundruð milljónir króna, var hlægilegt og ég líkti því við áróður SOVÉT Trúboðsins en það hefði alveg eins getað verið frá dögum Hitlers um ímyndaða yfirburði fasismans. Sérstaklega ef að þeir hefðu haft þá tækni sem heimurinn býr yfir í dag. En áróðursmálaapparati ESB brá í brún þegar þeir sáu að þetta myndband féll í grýttan jarðveg og svona hégómlegar og hlægileggar brellur virkuðu þveröfugt. Svona álíka vitleysa eins og Kaptein EURO. En ekki vantar samt að ausið er enn meiri peningum í þetta áróðursmálaapparat eins og enginn sé morgundagurinn og það þrátt fyrir skuldir og kreppu aðildarþjóðanna ! Þeir eyða nú meiri fjármunum um að auglýsa sjáfa sig og sína ímynduðu glansmynd heldur en sjálft drykkjarvörufyrirtækið Coca Cola. Sem þó er að selja og markaðssetja einhverja alþjóðlega neysluvöru, ekki bara uppskrúfaða glansmyndar ímynd eins og ESB apparatið gerir nú.

Ég hugsa að einhverjir hefðu líka hrokkið í kút hér á Íslandi ekki hvað síst hinir "alþjóðlega sinnuðu" ESB sinnar, eins og þeir þykjast sumir vera, ef forseti Íslands hefði leyft sér að hafa eftir orð Sarkozy forseta Frakklands og annars af helstu andlegu leiðtogum ESB stjórnsýslunnar. Þegar hann sagði nú fullum fetum að "fækka yrði útlendingum í Frakklandi og herða reglur um innflytjendur"

Það hefði verið hrópað fasisti, fasisti og þjóðrembingur.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband