Um brýna almannahagsmuni og afsal valds

 

Eins og sést af lestri álitsgerđarinnar sem birt var í síđustu bloggfćrslu, ţá eru áhrifin af samţykkt laga um ţjónustuviđskipti (nr. 76 frá júní 2011) veruleg frá lýđrćđislegu sjónarhorni litiđ. Alţingi samţykkti ađ auka “frelsi” markađarins á kostnađ “frelsis” lýđrćđislega kjörinna stjórnvalda til ađ skipa samfélagslegum málum í samrćmi viđ vilja kjósenda. Vilji stjórnvöld hafa einhverja stjórn á ţví hvađa fyrirtćki frá evrópska efnahagssvćđinu hasla sér völl hér á landi, óháđ hver starfsemi ţeirra kanna ađ vera eđa hvar á landinu, ţá er ţađ nú bundiđ ströngum skilyrđum og ţađ er nú Evrópudómstóllinn sem hefur skilgreiningarvaldiđ á ţeim skilyrđum. Eitt slíkt lykilskilyrđi eđa hugtak er hugtakiđ “brýnir almannahagsmunir”, eđa “overriding reasons relating to the public interest”.

Í ţjónustutilskipuninni segir: "overriding reasons relating to the public interest" means reasons recognised as such in the case law of the Court of Justice”; almannahagsmunir skilgreinast skv. dómaframkvćmd Evrópudómstólsins.

Nú verđur stjórnvöldum t.d. óheimilt er ađ krefjast ţess;

  • ađ skjal sem fyrirtćki frá öđru EES-ríki ţarf ađ framvísa til ađ fćra sönnur á sér, sé frumrit, stađfest endurrit eđa löggilt ţýđing nema slík krafa sé rökstudd međ vísan til brýnna almannahagsmuna, (5.gr.)

  • Ef ađgangur ađ ţví ađ veita ţjónustu, sem fellur undir gildissviđ laga ţessara, er háđur leyfum skulu skilyrđi fyrir veitingu leyfa vera nauđsynleg vegna brýnna almannahagsmuna

  • (8.gr.), - Ef takmarka á leyfi fyrir ţví ađ veita ţjónustu viđ ákveđin landsvćđi skal ţađ rökstutt međ vísan til brýnna almannahagsmuna, (8.gr.),

  • - Óheimilt er ađ veita leyfi til ţjónustustarfsemi til takmarkađs tíma nema fjöldi tiltćkra leyfa sé takmarkađur međ vísan til brýnna almannahagsmuna og ađ hćgt sé ađ réttlćta takmarkađan gildistíma međ vísan til brýnna almannahagsmuna.

  • Allsherjarbann viđ markađssetningu ţeirra lögvernduđu starfsstétta er falla undir gildissviđ laga ţessara er óheimil. Ţó er heimilt ađ kveđa á um bann viđ markađssetningu lögverndađra starfsstétta vegna brýnna almannahagsmuna svo fremi ađ gćtt sé jafnrćđis og međalhófs.

  • Í gr. 11. 5. segir ađ stjórnvöldum sé óheimilt er ađ láta ađgang ađ ţjónustu eđa ţví ađ veita ţjónustu međ stađfestu vera háđa skilyrđum er fela í sér:“ađ metiđ sé í hverju tilfelli fyrir sig hvort um sé ađ rćđa vöntun á ţjónustu á ákveđnum markađi, efnahagsleg áhrif ţjónustunnar eđa hvort ţjónustan samrćmist hagrćnum áćtlunum stjórnvalda. Heimilt er ađ víkja frá ţessu skilyrđi ef áćtlanir stjórnvalda réttlćtast af mikilvćgum almannahagsmunum.

Hér er lýđrćđislegu valdi klárlega ýtt til hliđar og ţeim efnahagslegu áćtlunum sem kosin stjórnvöld kunna ađ hafa, sem slík. Fyrirtćkin hafa réttinn nema ađ stjórnvöld geti réttlćtt gerđir sínar međ vísun í “brýna almannahagsmuni” eins og Evrópudómstóllinn skilgreinir hugtakiđ á hverjum tíma.

Upprunalandsreglan afturgengin

Afskiptum stjórnvalda af erlendum sem veita vilja ţjónustu á Íslandi án ţess ađ hafa ţar stađfestu, er síđan enn ţrengri stakkur sniđinn. Ţađ er hér sem hin alrćmda upprunalandsregla gengur aftur undir nýju nafni.

Hins vegar er eingöngu heimilt ađ setja sérstök skilyrđi fyrir veitingu ţjónustu án stađfestu ef ţađ er nauđsynlegt međ vísan til allsherjarreglu, almannaöryggis, lýđheilsu eđa umhverfisverndar.

Hér er yfirvöldum sem sagt ekki lengur heimilt ađ setja neins konar skilyrđi fyrir rekstri hins erlenda fyrirtćkis, nema ađ fyrir liggi ađ starfsemi ţess geti sett ţjóđarhagsmuni í uppnám, stefnt öryggi og heilsu ţjóđarinnar í vođa eđa skađađ náttúru landsins.

-phh

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband