Stefna ESB mun leiða hörmungar yfir Evrópu. Evrópsk verkalýðshreyfing hvetur til aðgerða.

Evrópusamband verkalýðsfélaga, ETUC, hvetur í dag, 29. febrúar, öll félög og félaga innan sinna vébanda til að efna til mótmælaaðgerða gegn niðurskurðaraðgerðum forystu ESB. ESB, undir forystu Merkel og Sarkozy stefna nú að því að aðildarríkin festi í lög eða stjórnarskrá, hugmyndir þeirra, ættuðum úr hugmyndasmiðjum hægri flokka, um hvernig komast megi út úr kreppunni. Aðhalds og niðurskurðarhugmyndir ESB ganga þvert á þær hugmyndir sem verkalýðshreyfingin hefur lagt til um nauðsyn á auknum fjárframlögum og aðgerðum hins opinbera til að koma atvinnulífinu á stað á nýjan leik. Það eru hugmyndir sem að eru að miklu leyti samstíga hefðbundum lausnum sósíaldemókrata fyrr á tíð og er New Deal Franklins D. Roosevelt kannski eitt frægasta dæmið þar um. Nú ætlar ESB að setja lögbann á slíkar lausnir í efnahagslífinu og leggur til niðurskurð á lifeyrisréttindum, velferðarþjónustu og launum. Nú eiga allir stjórnmálaflokkar Evrópu að heyja pólitíska baráttu sína á grundvelli hugmyndafræði “Sjálfstæðisflokksins”.

Stefna ESB er því ekki bara röng og óréttlát, að láta almenning blæða svo bjarga megi bönkunum og fjármálakerfinu sem olli kreppunni, hún er líka í hæsta máta andlýðræðisleg og einræðisleg. Segir verkalýðshreyfingin að stefna ESB muni leiða hörmungar yfir Evrópu og heldur því áfram herför sinni gegn áætlunum ESB.

Hér má sjá ávarp formanns ETUC, Bernadette Ségol:

http://www.youtube.com/watch?v=FDz8L69UtTM

 

p.s. Því miður geta lesendur ekki fræðst nánar um málið á síðum ASÍ né BSRB. Þar er ekki stafkrók um það að finna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er auðvitað því þessar verkalýðshreyfingar eru algjörlega á valdi ESB græðgi.  Klettar í hafi eða þannig!  Takk fyrir alla þína fróðlegu pistla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2012 kl. 14:09

2 Smámynd: ESB og almannahagur

Ég geri ráð fyrir að þú sért þarn að vísa til íslensku verkalýðshreyfingarnar fremur en hinnar evrópsku sem nú stendur í mótmælum?

ESB og almannahagur, 29.2.2012 kl. 14:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég á einmitt við Gylfa og kó.  Þar sem þú segir í enda færslunnar þinnar  að ekki sé hægt að lesa um málið af síðum BSRB né ASÍ.  Enda sleikjugangur Gylfa landsþekktur við ESBaðild.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2012 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband