Um brýna almannahagsmuni og afsal valds

 

Eins og sést af lestri álitsgerðarinnar sem birt var í síðustu bloggfærslu, þá eru áhrifin af samþykkt laga um þjónustuviðskipti (nr. 76 frá júní 2011) veruleg frá lýðræðislegu sjónarhorni litið. Alþingi samþykkti að auka “frelsi” markaðarins á kostnað “frelsis” lýðræðislega kjörinna stjórnvalda til að skipa samfélagslegum málum í samræmi við vilja kjósenda. Vilji stjórnvöld hafa einhverja stjórn á því hvaða fyrirtæki frá evrópska efnahagssvæðinu hasla sér völl hér á landi, óháð hver starfsemi þeirra kanna að vera eða hvar á landinu, þá er það nú bundið ströngum skilyrðum og það er nú Evrópudómstóllinn sem hefur skilgreiningarvaldið á þeim skilyrðum. Eitt slíkt lykilskilyrði eða hugtak er hugtakið “brýnir almannahagsmunir”, eða “overriding reasons relating to the public interest”.

Í þjónustutilskipuninni segir: "overriding reasons relating to the public interest" means reasons recognised as such in the case law of the Court of Justice”; almannahagsmunir skilgreinast skv. dómaframkvæmd Evrópudómstólsins.

Nú verður stjórnvöldum t.d. óheimilt er að krefjast þess;

  • að skjal sem fyrirtæki frá öðru EES-ríki þarf að framvísa til að færa sönnur á sér, sé frumrit, staðfest endurrit eða löggilt þýðing nema slík krafa sé rökstudd með vísan til brýnna almannahagsmuna, (5.gr.)

  • Ef aðgangur að því að veita þjónustu, sem fellur undir gildissvið laga þessara, er háður leyfum skulu skilyrði fyrir veitingu leyfa vera nauðsynleg vegna brýnna almannahagsmuna

  • (8.gr.), - Ef takmarka á leyfi fyrir því að veita þjónustu við ákveðin landsvæði skal það rökstutt með vísan til brýnna almannahagsmuna, (8.gr.),

  • - Óheimilt er að veita leyfi til þjónustustarfsemi til takmarkaðs tíma nema fjöldi tiltækra leyfa sé takmarkaður með vísan til brýnna almannahagsmuna og að hægt sé að réttlæta takmarkaðan gildistíma með vísan til brýnna almannahagsmuna.

  • Allsherjarbann við markaðssetningu þeirra lögvernduðu starfsstétta er falla undir gildissvið laga þessara er óheimil. Þó er heimilt að kveða á um bann við markaðssetningu lögverndaðra starfsstétta vegna brýnna almannahagsmuna svo fremi að gætt sé jafnræðis og meðalhófs.

  • Í gr. 11. 5. segir að stjórnvöldum sé óheimilt er að láta aðgang að þjónustu eða því að veita þjónustu með staðfestu vera háða skilyrðum er fela í sér:“að metið sé í hverju tilfelli fyrir sig hvort um sé að ræða vöntun á þjónustu á ákveðnum markaði, efnahagsleg áhrif þjónustunnar eða hvort þjónustan samræmist hagrænum áætlunum stjórnvalda. Heimilt er að víkja frá þessu skilyrði ef áætlanir stjórnvalda réttlætast af mikilvægum almannahagsmunum.

Hér er lýðræðislegu valdi klárlega ýtt til hliðar og þeim efnahagslegu áætlunum sem kosin stjórnvöld kunna að hafa, sem slík. Fyrirtækin hafa réttinn nema að stjórnvöld geti réttlætt gerðir sínar með vísun í “brýna almannahagsmuni” eins og Evrópudómstóllinn skilgreinir hugtakið á hverjum tíma.

Upprunalandsreglan afturgengin

Afskiptum stjórnvalda af erlendum sem veita vilja þjónustu á Íslandi án þess að hafa þar staðfestu, er síðan enn þrengri stakkur sniðinn. Það er hér sem hin alræmda upprunalandsregla gengur aftur undir nýju nafni.

Hins vegar er eingöngu heimilt að setja sérstök skilyrði fyrir veitingu þjónustu án staðfestu ef það er nauðsynlegt með vísan til allsherjarreglu, almannaöryggis, lýðheilsu eða umhverfisverndar.

Hér er yfirvöldum sem sagt ekki lengur heimilt að setja neins konar skilyrði fyrir rekstri hins erlenda fyrirtækis, nema að fyrir liggi að starfsemi þess geti sett þjóðarhagsmuni í uppnám, stefnt öryggi og heilsu þjóðarinnar í voða eða skaðað náttúru landsins.

-phh

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband