Tilskipunin um útsenda starfsmenn endurskoðuð?

Síðustu fréttir eru að líkur séu á að tilskipunin um útsenda starfsmenn verði tekin til endurskoðunar og ný útgáfa lögð fram af framkvæmdastjórninni, jafnvel nú strax í febrúar. Fréttir eru hins vegar mjög óljósar af málinu og menn vita ekki í hvaða formi breytingartillögurnar kunna að verða. Er jafnvel talað um sérstaka útgáfu fyrir Norðurlöndin, sem væri nýmæli! Það er hins vegar engum blöðum um það að fletta að gífurleg óánægja hefur verið með túlkun dómstóla á tilskipuninni innan verkalýðshreyfingarinnar í Evrópu allri, ekki bara á Norðurlöndum. Með Laval-dómnum var gengið á grundvallarréttindi verkalýðshreyfingarinnar, þ.e. verkfallsréttinn. Dómurinn bannaði með öðrum orðum að verkalýshreyfingin gæti gripið til aðgerða sem vernduðu réttindi sem væru umfram þau lágmarksréttindi sem Evrópudómstólinn taldi að væru tryggð í tilskipuninni um útsenda starfsmenn. Þar með var verkalýðshreyfingunni bannað að grípa til aðgerða gegn þeim félagslegu undirboðum sem dómurinn bauð upp á.  Það verður því afar fróðlegt að sjá hvað kemur upp úr kössum framkvæmdastjórnarinnar.

Það sem er einnig áhugavert við þessa þróun er að hún sýnir að það væri röng afstaða hjá samninganefndum Íslands að ganga út frá að öll löggjöf ESB sé óhagganleg - og draga þar af leiðandi þá ályktun að það sé óraunhæft að gera kröfur sem ganga á þessa löggjöf. Allur þrýstingur á breytingar, hvort sem kemur frá verkalýðshreyfingunni eða samninganefnd Íslands þess vegna, kann að skila árangri. Þannig er hreyfing á tilskipun um opinber innkaup, um reglur um ríkisaðstoð ofl. Það er því um að gera að hræðast ekki ESB-valdið - og gera kröfur  sem endurspegla raunverulega hagsmuni Íslands þó það kunni að framkalla það sem íslenska samninganefndin kann að óttast mest - yfirlætisfliss hinna kurteisu heimsborgara og viðskálendanna úr samningateymi ESB.

-phh


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærar fréttir. Kannski að þau geti rannsakað fyrir okkur einkavæðingu orkugeirans í leiðinni. Jafnvel strax í mars.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband